The Game
Sósíalismi
Hvernig væri að hjálpa fátæka fólkinu í stað þess að neyða annað fólk til þess að gera það fyrir þig?
Og hver á að borga fyrir hana?Samfélagið.
Hvenær eigum við að draga línuna og segja fólki að ef það getur ekki lært upp á eigin spýtur þá sé það þeirra vandamál?Ekki viss sjálfur, enda eitthvað sem þyrfti að rannsaka vel til að sé hægt að taka ákvörðun.
Eða eigum við að hafa 3 einkakennara með doktorsgráðu sem strita við það að koma einhverjum í gegnum sálfræðinám sem hann sökkar í?Held þú sért ennþá að misskilja hvað ég á við með að fólk eigi að fá jafn mikinn séns. Fjarmál eiga ekki að vera fyrirstaða, en maður getur væntanlega ekki gefið manneskju endalausa sénsa til að sanna sig.
hinsvegar þarftu stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar og ég veit ekki en ég held að það séu ekki allir á því að hætta að veita almenningsþjónustu sé partur af því góða.
Ef þú villt svona ólmur breyta því að við styðjum við bakið á þeim sem minna hafaÉg vil ekki breyta því. Ég vil endilega að fólk gefi til góðgerðastarfsemi og hjálpi sínum nánustu. En ég vil ekki að það sé kerfisbundið verið að neyða fólk til þess að styrkja málstað sem það vill ekki endilega styrkja eða hefur ekki efni á.
Við búum í samfélagi þar sem flestir hafa meira en þeir þurfaSem þýðir að það er engin ástæða til þess að taka helming launa fólks til þess að veita þeim almenningsþjónustu. Ef flestir hafa meira en þeir þurfa þá ættu þeir einfaldlega að geta keypt sér hana.
samfélagið sem við höfum búið okkur til tekur hluta af því sem við höfum umfram og notar það til að styðja þá sem þurfa á því að halda.Mafíur eru líka bara gaurar sem hittast og spila póker ef þér finnst gaman að einfalda hlutina.
Þó svo einn og einn letingi sniglist inn á milli sé ég enga ástæðu til að taka eithvað reiðikast og frussa yfir alla þá sem virkilega þurfa á slíkri þjónustu að halda.ekki ég heldur.
svo sem að koma öllum kjósendum í eitt hús, áreiðanleiki net kosninga og kostnaður á bak við þjóðaratkvæðagreiðslur.Ferlið er alveg nógu dýrt eins og er.
Sem dæmi hef ég ekki rekist á eitt dæmi um land þar sem upplausn ríkistjórnar var hlutur af hinu góða.Samt sem áður virðist fólk yfirleitt hafa haft það betra í gegnum mannkynssöguna ef ríkisvaldið var ekki að skipta sér af þeim.
Það er það sem þú trúir ekki satt?Ég er ekki með neina heilaga kennisetningu sem á að fylgja í hverju einasta tilfelli.
vald yfir öðrum virðist hafa mjög sterkt aðdráttarafl og menn virðast vera mjög fljótir að fylla í það valdatóm sem skapast hér og þar í heiminum.Já… og ég er að minnsta kosti á tala gegn því. Hvernig geturu talað um það sem slæman hlut á nákvæmlega sama tíma og þú vegsamar það valdafyrirkomulag sem er í dag þar sem einn aðili hefur svo gott sem fullkomið einokunarvald yfir löggæslu, dómstólum, lagasetningu, menntun og heilbrigðisþjónustu?
Vitringur
Ég veit ekki til þess að það þurfi ríkisvald til þess að koma í veg fyrir að fólk svelti úti á götu.
Vitringur skrifaði:
Ég veit ekki til þess að það þurfi ríkisvald til þess að koma í veg fyrir að fólk svelti úti á götu.
Ég veit ekki til þess að það þurfi ríkisvald til þess að koma í veg fyrir að fólk svelti úti á götu.
Hvað myndiru gera ef það væru engin hjálparsamtök sem væru að standa sig í þágu einhvers ákveðins floks af minna lánsömum ? vonast til að það reddist einhvertíman bráðum?
Ég veit ekki betur en ríkisvald sé eithvað sem var stofnað af almenningiÉg man ekki eftir að hafa skrifað undir neitt. Nema það þyki sanngjarnt og skynsamlegt að hafa inngöngu í félagið byggða á sama módeli og erfðasyndin.
Ég veit ekki betur en ríkisvald sé eithvað sem var stofnað af almenningi einmitt til þess að vernda sína hagsmuni gegn þeim sem annars myndu sanka að sér of miklu valdi.Jafnvel þó ætlunin hafi verið sú árið 1944 þýðir ekki að það hafi verið niðurstaðan.
ef ég man rétt var þjónusta við fátæka, sveltandi, fatlaða, börn og fleirri sem minna máttu sín alveg frábær á þeim tímum…Ríkisvaldið á miðöldum hafði aðrar áherslur þá en núna, það er alveg rétt.
Án ríkisvalds, eða almúgavalds, þá færum við aftur á miðaldirStór fullyrðing sem þú færir engin rök fyrir. Gaman að því…
ég [hef] ekki minnsta áhuga á að búa við þær aðstæðurEkki ég heldur. Hver myndi vilja það?
En þegar ég horfi á heildarmyndina þá geri ég mér grein fyrir að þetta svínvirkar þó það sé langt frá því að vera fullkomið, en þú?Það er hægt að segja þetta um nánast því öll samfélög á öllum tímum. En það kemur ríkinu eða kerfinu EKKERT við.
Hvað er það sem myndi stoppa þá ríku og valdamiklu í því kerfi að mynda stofnanir eða móta kerfi sérstaklega til þess hugsað að kúga þá sem eru fyrir utan það ?Hvað stoppar þá í núverandi kerfi?
Kerfi sem stofnanir eins og samkeppnisráð vinna við að stöðva, tek sem dæmi Gildi miðalda.Samkeppni og opnir markaðir koma í veg fyrir það. Svo lengi sem markaðir eru ekki þvingaðir af ríkinu er engin ástæða til þess að halda að slíkt ástand myndist til lengdar.
En þar sem einstaklingurinn hefur fullkomið frelsi, hafa þeir þá ekki frelsi til þess að stofna þessar stofnanir sem hafa þetta mikla samsafnaða vald ?Jú, og aðrir einstaklingar hafa frelsi til þess að fara í samkeppni við þá og brjóta niður þetta vald. Þetta er ekki flókið.