Ég fæðist í landi með 0,3% barnadauða
Annað foreldri mitt er háskólamenntað og ég fer til dagmömmu og á leikskóla til að foreldrar mínir geti aflað tekna á meðan.
við 6 ára aldur stendur það ekki bara til boða heldur er ætlast til þess að ég hefji skóla göngu þar sem er séð til þess að þjóðin sé 99,9% læs.
Mér stóð vel til boða að fara í framhaldskóla og ef einstaklingar standa sig þar þá er lítið mál að halda áfram í háskóla eða fara út á vinnumarkaðinn og afla sér tekna og skapa verðmæti.
Hann fæðist í landi með 8,7% barnadauða sem þýðir að ellefta hvert barn deyr skömmu eftir fæðingu. Hann er heppinn að vera hluti af hinum 10 í fyrsta lagi
aðeins 61% þjóðarinnar getur lesið og skrifað svo það eru meira en þriðjungs líkur á því að hann sé ólæs.
Hann er ungur og í blóma lífs síns en þó svo að hann hafi ekki gert neitt rangt þá var hann svo óheppinn að þurfa að fæðast annars staðar en ég, undir öðrum kringumstæðum, og á þeim tíma sem hann gæti verið að lifa lífinu neyðist hann til að taka upp skotvopn einfaldlega til þess að eiga séns á því að lifa lífinu aðeins lengur.
Hann mun mjög líklegast ekki lifa mikið lendur, ef hann er ekki látinn nú þegar, sem þýðir að hann hafi fórnað lífi sínu til þess að aðrir einstaklingar sem fæðast í sömu aðstöðu og hann, eigi von á aðeins betri lífsskilyrðum.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig