Vitna ekki í gamlar efnafræðiskruddur? Ég skal bara vitna í þær kennslubækur í efnafræði sem eru notaðar í menntaskólum landsins í dag.
Ég veit, ég veit, það er kannski ekki alveg jafn áræðanlegt og youtube myndband sett saman af einhverjum sem þekkir ekki muninn á eðlismassa og eðlisvarma en það verður að duga í dag.
Þegar eitt mol af H2(g) og 1/2 mol af O2(g) renna saman og mynda H2O(l) þá losnar ákveðin orka (285,5 kJ), sem þýðir að þegar efnahvarfinu er snúið við (þú ert með vatn og ætlar að búa til vetni og súrefni) þarftu sömu orku, 285,5 kJ, til að umbreyta einu móli af vatni (18.015g) í vetni og súrefni.
Það þýðir að ef þú ætlar að búa til vetni úr vatninu og síðan nota það vetni sem orkugjafa þarftu fyrst að leggja til orkuna og síðan færðu nákvæmlega sömu orki til baka þegar efnahvarfið á sér stað.
Þannig að þú ert bara að nota orkuna sem þú settir inní efnahvarfið, sem er ekki fengin úr vatninu, þannig að vatnið er ekki orkugjafi.
Síðan má nefna einhver hluti orkunnar breytast í varma (nema þú notir ofurleiðiara, sem þú gerir ekki í bílvél) svo að þú tapar í raun orku á þessu (enn einu sinni, orkan kemur ekki úr vatninu, heldur verðuru að leggja hana til annarstaðar frá).
Ef þú tekur orð mín fyrir þessu ekki góð og gild, sem ég skil svosem alveg, þá geturu lesið þetta sjálfur.
http://en.wikipedia.org/wiki/First_law_of_thermodynamicshttp://en.wikipedia.org/wiki/Hess_law Efnafræði, fyrra hefti (kennslubók í fyrstu efnafræðiáföngum menntaskóla).