Georgíumenn hafa lítið sem ekkert tilkall til þessara svæða sjálfir. Ekki bara eru Ossetar sér þjóð með sér tungumál og betri ástæðu fyrir sjálfstæði en t.d. Kosovo, heldur voru þessi svæði aldrei partur af Georgíu í sinni mynd þegar hún gekk í Sovétríkin árið 1920, og voru aðeins drullumölluð inn í hana árið 1922.
Mér finnst það mesta frekja í Georgíumönnum að segja skilið við allt sem Sovétríkin lögðu yfir þá en krefjast þess samt að halda þessum svæðum af engri ástæðu nema rembingsins vegna.
Meira að segja við fall Sovétríkjana kröfðust þessi fylki að fá að sameinast Rússlandi, með óformlegri kosningu um það, en Georgía neitaði því, afnam öll fríðindi sem Ossetar höfðu sem þjóð undir Sovétríkjunum, og stríðsátök brutust út.
… en bíddu afhvejru ráðast þeyr þá á georgíu sjálfa og drepa þar georgíu menn í staðin?
Þeir eru að refsa Georgíumönnum og gera úr þeim fordæmi, svo að nærliggjandi þjóðir fái ekki sömu grillur um það að fá inngöngu í NATO.
Þeir virðast samt vera við það að fá að fara inn í NATO núna, sem er fáránlegt. Af hverju ætti þjóð sem hefur hvorki styrk né vilja til að verjast að fá inngöngu?
“Svona, svona, Saakashvili. Angela Merkel gerir allt betra og leyfir ykkur að ganga í NATO.”