Eina sem var undanskylið var kostnaður við löggæslu, þ.e. sem hefði komið til hvernig svo sem öðrum hlutum væri háttað.
(þ.e. ísbjörn rekur á land, gæsla á sér stað…)
1. Ísbjörn rekur á land. Gæsla á sér stað. Ísbjörn skotinn. Gæslu lokið.
2. Ísbjörn rekur á land. Gæsla á sér stað. Beðið eftir sérfræðingum, deyfilyfi og búri (gæsla enn í gangi). Dýrið flutt eitthvað þaðan sem það er síðan endanlega flutt á norðupólinn (gæsla enn í gangi). Ríkið sér um milligöngu til að hægt sé að koma birninum heim til sín aftur.
Listinn í dæmi 2 er líklega lengri (og dýrari) en það munar talsverðu um kostnað ;) Rökin “gæslu hefði þurft hvort eð er” ganga því ekki alveg upp.
Ef þú ert svona sáttur við að borga fyrir þetta, gerðu það þá, en ekki ætlast til þess að þeir sem vilja bara fara ódýru leiðina borgi fyrir þessa vitleysu.
Fræddu mig endilega um það hvað við græðum á þessum ísbjörnum (annað en að þér finnst þeir vera “magnaðar skepnur”). Mig langar að vita það :)
Ég get alveg tekið undir það með þér að það má setja pening í “þróunaraðstoð, hjálparstarf og rannsóknir til verndar lífríkinu”, en það hvort við björgum einum og einum ísbirni eða bara skjótum hann, hefur bara engin áhrif á lífríkið.
Svo að lokum, þá vil ég bara benda þér á það að það er ekki okkar mál að “halda öllu í jafnvægi”. Náttúran sér um sig sjálf og við erum bara hluti af henni.