Það er nú ákveðin samsæriskenning í gangi einmitt um þetta. Að Hillary hafi haldið áfram slagnum við Obama mánuðum saman, vitandi að hún væri búin að tapa, í þeim tilgangi að gefa honum minna færi á að undirbúa sig fyrir sjálfan slaginn við McCain. Ef hann tapar, getur Hillary sagt “I told you so!” og stendur væntanlega með pálmann í höndum fyrir forsetaslag 2012.
Ef hinsvegar Obama vinnur og gengur vel á kjörtímabilinu, er þetta nánast vonlaust fyrir Hillary. Ómögulegt er núna að sjá fyrir sér hið pólitíska landslag árið 2016, og hún hvort eð er orðin full-gömul í embættið þá.
_______________________