Getur líka ráðist af fjölda geirvarta í einni senu. Man ekki hvaða mynd það var, en hún átti að flokkast NC-17. Kvikmyndagerðarmönnum var gert að sýna aðeins eina geirvörtu leikara í stað beggja til þess að hægt væri að flokka hana undir R-myndir. Það er til afar góð kvikmynd sem fjallar um þetta, hún heitir: This Film Is Not Yet Rated.
Bætt við 25. október 2007 - 17:50 Það skiptir að sjálfsögðu máli að þetta er geirvartan á konu en ekki karl.
Ókei, fyrsta dæmið sem ég finn: What Planet Are From? sem var verið að sýna á RÚV nokkrar kynlífssenur og fullt talað um það. Hún var bönnuð innan 17 í USA og leyfð öllum hérna.
Ég var t.d. að fara yfir síðu BBFC áðan. Þar gat maður fundið myndir með “Stong sex scenes” sem voru bannaðar innan 15.
Og ef maður hefur einhverntíman farið á kvikmyndaumræður á netinu hefur maður komið auga á maaarga þræði um mjög ofbeldisfullar myndir þar sem fólk spyr hvort það sé mikil nekt/kynlíf en virðist alltaf vera sama um ofbeldið.
Sömuleiðis gætir þú prófað að lesa umræður á imdb hjá This Film is Not Yet Rated. Þar ættirðu að sjá hvað þetta er rangt hjá þér.
Það þýðir ekki að bandaríkjamönnum sé sama um ofbeldi.Myndir sem innihalda kynlíf eiga ekki að vera leyfðar öllum aldurshópum.Klámfengið efni er alveg jafn skaðlegt börnum eins og efni með ofbeldi í.
Þeim er miklu meira sama um ofbeldi. Það má gera stríðsmyndir svo lengi sem blóðið sést ekki geðveikt grafískt spraustast úr sárum og ofbeldið gerist að mestu með sverðum og byssum.
Það væri hægt að telja PG-13 myndir með nekt á báðum höndum.
… uh… what? Hvenær vorum við að tala um gróft klámefni og hvað í andskotanum er sakleysisleg stríðsmynd? Engin manneskja með réttu viti segði að smá nekt/kynlíf í bíómyndum (sem hefur aldrei skaðað neinn og er EKKI það sama og KLÁM) sé verra en stríðssenur. Ég vorkenni þeim foreldrum sem segja “Æj, æj, þessi kona var berbrjósta í þrjár sek. eigum við ekki að skipta yfir á víetnamstríðsmyndina á stöð 2? Sko sjáðu þarna flaug andlitið á hermanninum. (*hugsar* Djöfull er ég góður foreldri. Tókst að bjarga börnunum frá hinni illu nekt sem gæti eyðilagt þau algjörlega… enda ónáttúruleg og djöfuleg á allan hátt.)”
Þú HLÝTUR að vera að grínast. Annað hvort það eða þú ert með einhvern geðsjúkdóm því að heilbrigður maður gæti aldrei haft svona brenglaða mynd í kollinum af umhverfi sínu.
Ég sá einhverntíman djók, í MAD blaði að mig minnir, þar sem kvikmyndapródúsent er að ræða við yfirmann stúíósins um nýja bíómynd sem þeir eru að gefa út:
Heyrðu, góðar fréttir. Ég er búinn að fá eftirlitið til að lækka aldurstakmarkið úr 18 í 12!
-Glæsilegt, hvernig fórstu að því?
Sko, manstu eftir senunni þar sem Tommy býður Selmu heim og þau gera'ða?
-Úúú já!
Já sko, við breyttum handritinu og tókum senuna uppá nýtt… Núna drepur hann hana!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..