Af hverju líður mér alltaf kjánalega þegar ég heyri rök trúaðra?
Er það meðvitað að fá hálfvita til að tala fyrir sína hönd eða er það bara staðreynd að trú sé svona heimskuleg?
Þeir sem ekki samþykkja þróunarkenninguna (og vita alls ekkert um hana) halda oft að þróunarsinnar haldi að allt hafi “gerst” upp úr þurru.
Helstu rök trúmanna lengi (og löngu afsönnuð) er að mannsaugað til dæmis sé of flókið til að verða bara til.
En það er málið. Þeir sem fræða sig um þróunarkenninguna sjá að þar “varð ekki bara allt til” (öfugt við sköpunarsöguna og er trúfólk þá í raun að mæla gegn sér, rétt eins og þessi mynd hér að ofan).
Auk þess sem saga jarðarinnar og sólkerfisins er langt og flókið fyrirbæri og ekki nálægt því að “hafa bara orðið til”.
Hins vegar vitum við ekki hvernig þetta allt byrjaði. Þróunarsagan rekur sögu dýra allt til upphafsins og stjörnufræði rekur upphaf alheims.
Hins vegar höfum við ekki enn komist að upphafinu. HVERNIG lífið kviknaði og Hvernig heimurinn kom. Big Bang er bara kenning og ekki eitthvað sem trúleysingjar TRÚA á. Til að TRÚA þarftu að hafa óbildandi trú á tilgátunni og ekki viðurkenna neitt annað. Ef önnur betri kenning eða tilgáta kemur eru trúleysingjar glaðir að breyta um skoðun, séu sönnunargögn fyrir hendi (ólíkt trúuðum.)
Það er að mínu mati mikið þroskaðra en að búa bara til svar, segja að ótrúlega gáfuð, ósýnileg vera hafi búið allt til. Sem er í rauninni engin lausn á gátunni því þá þarf að útskýra þessa veru.
Varðandi siðferðið Þá er þessi trúaði aðili sem skifaði þennan texta algjörlega að skjóta sig í fótinn. Trúuð eða ekki, allir fá siðferði sitt frá sama stað. Trúaðir fá það ekkert í biblíunni og flestir uppgötva það þegar þeir í raun lesa biblíuna.
Við fáum það fá foreldrum, frá gullnureglunni, reynslu, félagsskap, löggjöfum, umræðum við matarborðið, ræðum.
Þessi mynd einkennir þann málflutning trúaðra sem ég hef séð hingað til. Fáfræði.
Sérstaklega þegar trúfólk sem vill reyna að færa sönnur fyrir sköpunarsögunni eða gagnrýnir Darwin þykist vera vísindamenn, eins og þessi aðili sem vitnar í genamengið og veit greinilega ekkert um hvað hann er að tala.
Bætt við 12. ágúst 2007 - 18:43
Myndin hérna á undan um kristni hefur þó alla vegana sannan texta undir sér.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig