Erum við að borga til kirkjunnar? JÁ! Hefuru heyrt um sóknargjöld?
“Þurfa menn að borga krónu í kirkjuna frekar en háskólan?”
Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera ef við erum skráð í þjóðkirkjuna.
http://www.vantru.is/2006/03/09/07.30/Ég pældi ekki einu sinni í því fyrr en fyrr á árinu að ég væri skráður í þjóðkirkjuna, og að ég gæti skráð mig úr henni þar sem að trúarskoðanir mínar tengdust ekkert boðskapi Jesús, Guðs og Lúthers sem endurskoðaði boðskap þeirra nokkrum árum seinna.
Eftir að hafa borgað í kirkjuna í 3 ár, (maður byrjar að borga 16 ára og ég skráði mig úr krikjunni 19 ára, það myndu þá gera 33.000 kr ca.) og farið í eitt jarðarfjör á þeim tíma, þá verð ég að segja að þessi athöfn hafi ollið mér gífurlegum vonbrigðum, þessum peningi hefði betur verið varið í flugfarið mitt út á hróarskeldu í ár. Þar sá ég meiraðsegja gaur sem leit út eins og Jesús.
Vinaleiðin er gott dæmi um að kirkjan sé að þröngva sér inn í skólana. Í stað þess að fá menntaða barnasálfræðinga til að sinna starfi sem þér eru sérhæfðir í þá eru ráðnir “skólaprestar” sem hafa nánast enga menntun í meðhöndlun barna, nema kannski “kærleiksinnsæi” þeirra? Prufaðu að setja þetta á ferilskránna þína þegar þú sækir um vinnu einhversstaðar, “mjög gott kærleiksinnsæi”.
Hrikalega fyndið að sjá ykkur kristna fólkið hrikalega viðkvæmt fyrir þessum “árásum” heiðingjanna. Eins og sagan hefur sýnt okkur er einmitt kristna fólkið það lang umburðalindasta gagnvart fólki með aðrar skoðanir en það… rétt? (einsog Borat vinur minn orðaði það, “NAAAAT”)