þú þarft að fara eftir sömu siðareglum og aðrir sem vilja láta hugsa um sig sem fullþroskaða einstaklinga
Okei. Hann á bara að halda kjafti um sínar skoðanir meðan þú mátt viðra þínar eins og þú vilt
[því að enginn móðgast þegar þú segir "Guð er til" - þó það sé alveg asnaleg og "ósannanleg" staðhæfing og "Guð er ekki til"].
Nei, nei, “við trúleysingjarnir” eigum bara að sitja stilltir úti í horni meðan “þið” breiðið út úrkynjaðan boðskap ykkar
[þá meina ég að þið réttið krökkunum ekki Gamla & Nýja testamentið heldur segið þeim það sem er í tísku og almennt samþykkt nú til dags] meðan þau eru svo ung, trúgjörn og yndisleg.
Að það sé enn verið að segja krökkum þetta þegar þau eru svona óþroskuð! Þetta brennimerkir sig alveg í grunninn á meðvitund þeirra og vægast sagt erfitt fyrir þau að slíta sig frá þessu.
Nú kann ég betur við þau trúarbrögð sem að kenna börnum ekki trú, þau kenna þeim siðareglur og kenna þeim loks trú þegar þau eru 16 eða 18 og leyfa þeim svo að taka ákvörðun um fermingu eða enga fermingu.
Krakkar sem að eru ekki einu sinni komnir með þroska til þess að skilja kaldhæðni eru allt í einu farin að þylja upp “Faðir vor”!
Það færi ENGINN að segja krökkum á þessum aldri að Sjálfsstæðisflokkurinn sé bestur.
[Ég sé fram á að það sé auðvelt að snúa út úr þessu með kosningaaldur en ekki einu sinni reyna að fara út í það - nenni ekki að finna annað dæmi.]- Af því að það væri hreint og beint fáránlegt. Slík börn væru með þetta tattúverað aftan í hausinn á sér og þetta væri vel fast í undirmeðvitundinni lengi, enda er það sem að uppeldi snýst um.
En nei, nei, við troðum umdeildum skoðunum um hver skapaði heiminn upp á þessa krakka, bara til að ná þeim í okkar lið áður en þau fara að efast eða hugsa eitthvað út í hvort þetta “meiki sens”.
Svo fermið þið kvikindin þegar þau eru rétt orðin 14 ára, oftast enn ekki nógu þroskuð né upplýst til að taka ákvörðun um slíkt málefni.