Ég er orðinn fuckin sick & tired á að hver sá sem býður Bandaríkunum byrginn sé átómatískt orðin hetja, sama hvaða djöfuls vitleysingur er þar á ferð. Þetta átti við um t.d. Noriega í Panama, Saddam í Írak (strax árið 1990), og fleiri mætti tína til.
Sjálfur er ég oftast alls enginn fylgismaður bandarískrar utanríkisstefnu, allra síst eins og hún er nú stunduð af Georg og félögum. Ég var t.d. á móti Íraks-innrásinni, og er líka á móti þessu Írans-brölti þeirra núna.
En það þýðir síður en svo að ég sé neitt hrifnari af mönnum eins og Saddam eða þessum Ahmadinejad. Þessir einræðisherrar mega allir fara fjandans til mín vegna - Þó ekki þar með sagt að Bush þurfi að sjá um þá ferðatilhögun.
_______________________