Dýr eru allt annað mál. Ég er á móti verndun aumingja sem fela sig bakvið börn og ætlast til þess að þeir séu óhultir meðan þeir skjóta daglega sprengjum á annað fólk.
Varðandi eldflaugarnar væri ég til í að sjá þig backa upp með einhverju öðru en munnræpu.
Ekki það að það skipti máli. Ef einn maður skýtur á annan en hittir ekki, svarar hinn að sjálfsögðu fyrir sig samt sem áður, enda er hinn sjálfsagt með fleiri skot í byssunni.
Hvað eru palestínumenn að græða með þessum eldflaugum? Þeir drepa fáa en fá sprengjur til baka beint í andlitið, öll neikvæða athyglin á Ísrael, sem leiðir til þess að múgurinn heldur með aumingjunum sem fela sig bakvið saklausar fjölskyldur og nota þær sem mennska skyldi og enn meiri neikvæða umfjöllun um Ísrael.
Hvað eiga þeir að gera, láta þá komast upp með þetta? Palestínska stjórnin styður kannski ekki þennan skæruhernað en hvað gerir hún í honum?
Ekkert.
Í rauninni eru þeir að styðja þá með aðgerðaleysi sínu. Með því að leyfa einhverjum gaurum að dæla rúmlega 1700 sprengjum yfir landamærin á einu ári.
Það er ekki eins og þetta sé bara einn og einn, þeir eru klárlega að stunda þetta. Afhverju gera palestínumenn ekkert í að stöðva þá? Beats me. Ef þeir vilja stöðva mannfall meðal íbúa sinna, ættu þeir að drullast af rassgatinu og koma í veg fyrir að þeir stundi skipulagðar árásir inn í nágrannaland sitt.
Bætt við 9. maí 2007 - 21:18
Og annað í sambandi við þetta darwinismavæl, er það ekki þannig sem stríð virkar? Síðast þegar ég athugaði amk.