Jú, sjáðu til. Mínar myndir voru teknar beint úr fréttablaðinu til að varpa ljósi á stríð. Það vildi bara þannig til að það var ísraelsk stúlka sem teiknaði á sprengjurnar en líbönsk stúlka sem varð fyrir einni. Áhrifin hefðu verið alveg jafn sterk ef það hefði verið öfugt.
Þín mynd, hins vegar, er beind beint gegn Hizbollah og þar með notuð til að fegra ímynd þeirra sem berjast gegn þeim.
Í raun skiptir það mig engu máli hvort þetta séu alvöru vopn eða ekki. Þetta er samt sem áður heilaþvottur.
Ég veit ekkert í hvaða samhengi myndin var tekin. Kannski safna einhver líbanskur stjórnarliði þessum búningum og byssum saman, klæddi börnin í abúningana, gaf þeim byssurnar og notar myndina sem áróður.