Alþjóðasamfélagið er ekkert öðruvísi en öll önnur samfélög, því þarf að stjórna með lögum og reglum. Afganistan er aðildarríki Sameinuðu þjóðana. Það er engin fásinna að halda því fram að Afganistan sé ekki undanskilin reglum SÞ sem önnur ríki þurfa að lúta
http://www.unodc.org/unodc/en/press_release_2006_11_28.htmlÞarna sést að óíumræktin hefur skapað vítahring, og ég get ekki trúað því að það sé það sem Afganar vilja og hljóta því að berjast gegn. Hvers vegna meiga þá aðrar þjóðir og stofnanir, eins og UNODC, ekki skipta sér af því? 90% af alheimsframleiðslu ópíums fer fram í Afganistan og því hlýtur vandamálið sem þetta skapar að vera hnattrænt.
Að seinni hlutanum.
Það er mjög líklegt að ef Talíbanastjórnin hefði verið felld með friðsamlegum hætti, að þá væri vandamálið með þessa fjármögnun á hryðjuverkastarfsemi ekki til staðar, þannig sé ég ekki þessa þversögn sem þú ert að benda mér á.
Bóndi sér sér hag í að rækta ópíum,
bóndinn mútar eftirlitsmanni svo hann láti akurinn sinn vera,
eftirlitsmaðurinn er mjög líklega úr röðum talíbana,
mútuféð fer síðan í fjármögnun á skæruhernaði og hryðjuverkum.
Ef talíbanastjórnin hefði hins vegar verið felld með almennum kosningum, þá tel ég það mjög ólíklegt að þessir eftirlitsmenn séu úr röðum talíbana.