Þeir skiptu allavega um skoðun á endanum, þessi mikla vinátta gagnvart Frökkum var en þá til staðar árið 2003. Sama má segja um Þjóðverja, Kínverja og Rússa. Þessar þjóðir eiga einnig sameiginlegt að hafa útvegað Saddam meirihluta vopna á sínum tíma, á meðan aðeins 2% komu frá Bandaríkjamönnum. Saddam var aldrei í miklu uppáhaldi hjá kananum þó þeir hafi á tímabili horft í hina áttina þegar þeir töldu Írana vera stærri óvin.
En já ég viðurkenni það alveg að það var svartur blettur í sögu Bandaríkjanna þegar Rumsfeld fór að heimsækja Saddam. Hinsvegar eru blettirnir miklu stærri hjá öðrum þjóðum sem í dag eru einhverskonar hetjur hjá friðarsinnum.