Ég veit það alveg. Hins vegar voru Sameinuðu þjóðinrnar stofnaðar upp úr þessu, og margar þjóðir hafa gengið þar til liðs, eins og þú veist væntanlega. Ákvæði frá Nürnbergréttarhöldunum rötuðu þar inn, og í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að innrás sé alþjóðlegur glæpur ef hún er þess eðlis em ég lýsti áðan, s.s. innrás á fullvalda ríki, án þess að það hafi áður ógnað árásaraðilanum.
Vetu ekki með það kjaftæði að glæpur sé réttlætanlegur af því að einhver kemst upp með hann. Alþjóðalög eru alþjóðalög, hvað sem líður getuleysi, spillingu eða göllum í kerfinu (t.d. neitunarvaldi í Öryggisráðinu, sem Bandaríkin hafa sérstaklega notað óspart) eða því að þeim sé beitt valkvæmt. Væri í lagi að maður nauðgaði konu, ef hún þyrði ekki að kæra hann?
Annars legg ég til að þú kynnir þér sjálfur alþjóðalög betur, áður en þú ferð að geipa þetta. Ég á ekki að þurfa að vera kennarinn þinn, né annara hér á Huga. Hef tekið töluvert eftir því að maður þarf að vera benda fólki á hluti sem það virðist ekki hafa nennt að kynna sér áður en það vera að mynda sér skoðanir.