Löndin voru hertekin í Sex-daga stríðinu 1967. Ef þú meinar að Ísraelsher hafi bakkað frá Gaza, þá er vissulega herinn ekki með fastasetu þar lengur, en hann ræður þó enn lögum og lofum í reynd, Gaza er umsetin og árásir halda áfram.
Mér þykir annars tilvalið að benda þér á ágætis Q & A sem ýmis ísraelsk friðarsamtök tóku saman um ástandið. Raunar fékk ég það bara sent sem e-mail, þar sem ég er á póstlista. Er eitthvað e-mail sem ég mæti senda þér greinina á?
Jameela al-Shanti, þingkona fyrir Hamas á fulltrúaþingi Palestínumnna skrifar annars áhrifamikla grein um fjöldamorðin í Beit Hanoun á Gaza 8. nóvember, þar sem herinn varpaði sprengjum á íbúðarhverfi, drap 19 og særði 40 mótmælagöngu kvennana gegn umsátri Ísraelshers 3. nóvember, réttindabaráttu Palestínumanna og voðaverkin sem herinn er að fremja þar. Hún nefnist We Overcame Our Fear og má nálgast hér:
http://electronicintifada.net/v2/article6003.shtmlÍsraelski friðarsinninn Uri Avnery skrifar líka góða grein um fjöldamorðin á heimasíðu friðarsamtakanna Gush Shalom. Hún nefnist In One Word: MASSACRE! og má nálgast hér:
http://zope.gush-shalom.org/home/en/channels/avnery/1163290714/