Sumir þeirra trúa því að menn eigi rétt á því að eiga það sem þeir búa til en þar sem engin bjó til jörðina (nema kannski meskilandið í Hollandi) þá á enginn rétt á því að eigna sér hana og samsvarar það stuldi
En hver er þá hvatinn að búa sér til bæli til að lifa á ef að reglan er sú að þar sem þú átt ekki jörðina sem þú byggir á þá á hver sem er rétt á að búa í þínu heimili?
Er ekki skynsamlegra að segja að þar sem enginn a´tti jörðina í upphafi þá hafi allir staðið jafnir og því eigi þeir sem á einhverjum tímapunkti fundu ónotaðan skika fyrir sig og sína og komu sér þar fyrir að hann eigi að fá að halda áfram að búa þar?
Mig langar svo að benda þér á að skv þróunarkenningum helstu vísindamanna þá urðum við til úr sömu efnum og mynda það sem við köllum jörðina og þegar okkar jarðvist líkur þá sameinumst við henni aftur sem þetta efni..
Ég get því þar að auki ekki verið sammála þeirri fullyrðingu að við höfum ekkert haft um sköpun hennar að segja..
Annars held ég að þú sért komin útí heimspekilegar pælingar sem þú ræður ekki við að koma frá þér á sómasamlegan þátt