Já, en svona gengur það bara, það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Sjáum t.d. hér á landi: Áratugum saman ætlaði aldrei að takast að byggja ráðhús fyrir Reykjavík, og þegar Davíð tók loks af skarið með það á sínum tíma, logaði allt í mótmælum og allskonar þvaðri (byggingin myndi sökkva í tjörnina, fuglarnir myndu flýja, etc bla bla bla) Og það hefði líklega verið þannig sama hvar hann hefði ákveðið að byggja ráðhúsið.
Stundum þarf bara að taka ákvörðun og standa fast á henni. Ef sífellt er verið að þjarka til að reyna að gera öllum til hæfis, verður aldrei neitt úr verki. Og þessa ákvörðun virðast menn nú loksins menn hafa gert í New York.
PS: Varðandi ráðhúsið á sínum tíma og tónlistarhúsið nú, þá er það undarlegt hversu alltaf eru miklu meiri mótmæli við umdeildum skipulagsákvörðunum sjálfstæðismanna en vinstri vængsins.
_______________________