Samkvæmt Ísraelskum heimildum sem fréttastofur á Íslandi vitna sjaldan í. Það sem er mest shockerandi er að við erum að tala um 500.000 manns í N-Ísrael sem hafa þurft að gista í skýlum. Ýmsar byggðir í N-Ísrael eru eins og draugabæir vegna þess að flestir íbúar þeirra eru í skýlum eða hafa flúið til suðurhluta landsins.
Það er ekki einu sinni nefnt þetta í fjölmiðlum á meðan það er daglega minnt mann á flóttamennina í Líbanon. Svo þegar farið er yfir dauðsföll dagsins þá er það heil frétt sem fjallar um dauðsföllin í Líbanon á meðan myndbrot þaðan eru spiluð, rétt í lokin er því skotið inn í fréttina hversu margir féllu í Ísrael án þess að fara neitt sérstaklega yfir það.
Ég get varla lengur horft á innlendar fréttir, sama hvort það sé NFS eða Rúv. Maður kúgast við það að sjá hversu mikill áróður er gegn Ísraelsmönnum í Evrópu.