Eingöngu að því þeir notfærðu sér hann gegn Íran, sem þeir töldu vera stærri óvin. En hann hefur í raun aldrei verið svo mikið í uppáhaldi hjá þeim að þeir töldu hann vera góðann. En finnst þér ekki skrýtið hversu oft það er hamrað á því að Rumsfeld tók í höndina á honum og að Bandaríkjamenn hafi eitt sinn selt þeim vopn? Hann gekk allavega ekki svo langt að kalla Saddam “persónulegan vin” eins og Chirac. Bandaríkjamenn seldu Írökum um 2% af vopnaeign þeirra á sínum tíma á meðan lönd eins og Rússland, Frakkland og Kína voru leiðandi í því ásamt því að vera aðalviðskiptaþjóðir þeirra alveg fram að innrásarárinu. Enginn efaðist þó um hæfni þeirra til að takast á málinu í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.
Skjöl hafa fundist í Írak sem benda til þess að Saddam hafi persónulega verið að senda fjármagn til Frakklands mánuðum fyrir innrásina, þó að því sé auðvitað neitað þar. Mjög takmarkaður áhugi hjá fjölmiðlum að fjalla um mál sem slík þar sem heimsbyggðin og fjölmiðlar eru löngu búin að ákveða að Bandaríkjamenn eigi að vera vondi kallinn og að stríðið hafi verið rangt. Svo er líka takmarkaður áhugi á að fjalla um þá spillingu sem tengdist oil-for-food verkefninu, þar sem Saddam lék sér með Evrópuþjóðir og SÞ eins og peð. Mjög sorglegt en ástæðan fyrir því af hverju það var ekki samþykkt aðgerðir í Írak er líklega sú að Saddam var einn af ríkustu mönnum í heiminum, sem hjálpaði honum að eignast valdamikla vini út um allan heim.
En þó að Bandaríkjamenn horfðu framhjá illsku Saddams þegar þeir voru að einbeita sér að Íran, þá hefði þem aldrei dottið í hug að hjálpa honum með kjarnorkuáætlun. Það var ekkert leyndarmál að Saddam vildi eignast gjöreyðingarvopn ásamt því að vera öfgamikill einræðisherra, samt hjálpuðu Frakkar honum með kjarnorkuáætlunina. Ef við berum þetta saman við nútímann þá er þetta eins og þeir myndu í dag aðstoða Írana eða N-Kóreumenn með slíkar áætlanir. En pældu svo í því hvernig miðausturlönd eða bara heimsbyggðin væri í dag ef að Saddam hefði haft kjarnorkuvopn. Hvernig hefði farið í átökum við t.d. Írana eða Bandaríkjamenn? Saddam hafði vilja til þess að ná völdum yfir nágrannaríkjunum og jafnvel öllum miðausturlöndum. Þetta er mjög svartur blettur á sögu Frakka og mjög jákvætt gagnvart Ísraelsmönnum sem gerðu loftárásir á kjarnorkuver Saddams. Fyndið að næstum öll lönd í þessum heimshluta eru á móti Ísrael þrátt fyrir að þeir hafi komið í veg fyrir að Saddam yrði verri en Hitler í þessum heimshluta.