Já, hann var fyrsti forsætisráðherra Íslands í áratugi sem tók við þjóðarbúi þar sem ekki ríkti óðaverðbólga. Og svo var það EES-samningurinn. Hvað er þá Davíð að þakka og hvað er bara dugmiklum Íslendingum að þakka?..
Og að sakna hans eitthvað sérstaklega í dag er í meira lagi vafasamt.
Hvað var svona gott seinustu ár hans? Menn þurfa ansi stóran gullfisk til að vera búnir að gleyma því. Hann var farinn að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn innan frá og stjórnmálin öll. Hans tími var liðinn og vel það og það vissu allir. Fylgi Flokksins snarhækkaði eftir á sem segir sína sögu. Borgarstjóratíminn er nú sér kafli enda skildi íhaldið við borgina í rúst.
Óútskýranlegast var þó þessi einkennilegi dindlaháttur hans gegn glæpaliðinu í Washington, talaði hann (og Halldór) eins og blaðafulltrúi þess og montaði sig af “vináttu” sínu við téð glæparusl. Var hann svona auðtrúa eða var bara lagst eins lágt og hugsast gat til að bjarga herstöðinni? Magnað er síðan að Geir er engu betri..
Þrátt fyrir að kallast hægrisinnaður flokkur hefur sjálfstæðiflokkurin í 3 kjörtímabila stjórn sinni aðeins lækkað skatta á tekjuhæsta flokk fólks.
Ætli fyrirmyndin þar westra gæti nokkuð látið sig dreyma um annað eins
trickle-down economics eins og hefur verið viðhaft hér, og hvað þá komist upp með það..