Úff ég þoli ekki að þurfa að endurtaka mig.
* Gyðingar yfirgáfu aldrei landið algjörlega.
* Gyðingar hófu innflutning þangað aftur smátt og smátt á 19.öld. Á löglegan hátt með því að fara á svæði gyðinga (sem var já í minnihluta) eða kaupa landssvæði af aröbum.
* Tel Aviv stærsta borg gyðinga var byggð árið 1909, á svipuðum tíma var helmingur íbúa Jerúsalems orðnir gyðingar. Þetta var 40 árum áður en Ísrael varð sjálfstætt ríki.
* Gyðingar hafa 3-4 þúsund ára gamla sögu á svæðinu, Palestínumenn um 1000 ára.
* Gyðingar komu þangað ekki til þess að taka yfir landinu, upprunalegi tilgangurinn var að lifa í sátt við arabana. Það var áður en það urðu átök á milli hópanna og SÞ samþykktu stofnun tveggja ríkja.
Þeir töpuðu landinu í stríði. Eiga þeir þá eitthvað í landinu?
Er ekki alveg eins hægt að segja þetta við Palestínumenn? Ísraelsmenn lýstu yfir sjálfstæði og unnu stríð gegn Palestínumönnum og öðrum arabaþjóðum. Eiga Palestínumenn þá nokkuð í landinu? Það var stolið Ísrael frá gyðingum áður fyrr, mega þeir þá ekki alveg eins “stela” því aftur til baka? Þeir hafa allavega lengri sögu á svæðinu en Palestínumenn, samt eru þeir það mannúðlegir að leyfa þeim að hafa sitt eigið heimastjórnarsvæði í stað þess að hirða það allt. Ekki voru Palestínumenn jafn hófsamir þegar þeir stálu öllu landinu.
Það sem ég er að reyna að segja er að Ísraelsmenn eiga rétt á því að vera þarna. Ég er samt ekki að segja að annað gildi um Palestínumenn. En hinsvegar er það þeim sjálfum að kenna að þeir eru ekki komnir með viðurkennt sjálfstætt ríki, vegna þess að þeir leita alltaf til ofbeldis og hafa hafnað tveimur tækifærum til þess að verða sjálfstætt ríki. Ísraelsmenn eru í fullum rétt til þess að verja ríkið sitt frá utanaðkomandi ógn.