Hinn upprunalegi M16 er tíu árum yngri, skot hans eru 5,56mm víð. Upprunaleg útgáfa AK er á hinn bóginn fyrir 7,62mm skot. Af þessu leiðir að AK er erfiðar í notkun en M16, og þá sérlega þegar þeir eru notaðir sjálfvirkir.
Það er hinsvegar staðreynd, að það er mun erfiðara að hreinsa innyflin í M16 og í raun næstum ómögulegt að gera það almennilega. Bæði vegna lögunar og fjölda hluta í þeim riffli. Jafnframt er M16 viðkvæmari fyrir skít en AK, og gasopið í M16 er svo illa hannað að allskonar rusl drullar út innyflin í M16 er skotið er. AK er svo einfaldur í smíð að hlægt er að taka í sundur aðalinnyfli hans á innan við 15 sekúndum án mikillar þjálfunar, og hægt er að skjóta honum þrátt fyrir að búið sé að fylla hann af blautri mold. (það á þó ekki við um hlaupið, frekar en önnur skotvopn.)
Hvað varðar nákvæmni, þá er ljóst að flestar verksmiðjur er M16 framleiða hafa hærri gæðastaðla en þær er AK framleiða. Af því leiðir að hlaup M16 riffla er vandaðra en þeirra er í AK eru, enda eru þau betur yfirfarin og endursmíðuð ef þau teljast ekki nógu góð. Það þýðir einfaldlega að meiri munur er í nákvæmni AK riffla en M16.
Frá þessu eru þó undantekninar. Í Finnlandi voru til skamms tíma framleiddir rifflar af AK gerð, sem voru slíkt afbragð, að það hálfa væri nóg.
Ekki voru þeir einungis töluvert nákvæmari en M16 rifflar, heldur voru þeir áræðanlegri en almennir AK rifflar. En ekki voru þeir léttir, enda flestir steyptir úr sænsku gæðastáli. Alvöru vopn, fyrir alvöru karlmenn eða kvennskörunga!