ÞEssi samanburður átti að benda þér á það að Pólitíska leiðin var ekki einu sinni reynd í Írak, Bandaríkjamenn réðust bara inn. En þér finnst það í fína lagi. Ég meina það hafa ekki nema hva…. 30 þúsund saklausir borgarar dáið.
Mér finnst þú stundum bara vera að lepja upp allt sem George Bush og hans stjórn heldur fram. Þrátt fyrir þínar staðhæfingar um að þú sért í rauninni ekki bundnum neinum flokk, og að þú sért pólkitískt sjálfstæður, þá bara trúi ég þér ekki.
Ég hef viðurkennt að sem hægri maður þá hallast ég auðvitað að stjórn Bush. Þó að báðir flokkarnir séu að vissu leiti hægri flokkar á íslenskum mælikvarða. 30 þúsund manns á 3 árum? Vá en hvað allt er skelfilegt þarna, leiðinlegt að fjölmiðlar velta sér upp úr þessu. Staðreyndin er nefnilega sú að Saddam Hussein var að drepa svona mikinn fjölda á einu ári, eða dánartíðni í landinu hefur sem sagt lækkað eftir innrásina. Já ég styð frelsun Íraks fullkomlega, hefði átt að vera búið að gera þetta fyrir mörgum árum síðan. Ef þú heldur að ég styð stríðið vegna aðdáunar á Bush þá hefur þú rangt fyrir þér, ég var ekki einu sinni stuðningsmaður hans þegar hann bauð sig fram upprunalega.
Palestína: Já kannski var ég of harðorður, en maður er það oft við fólk sem maður telur hafa gert gróf mistök. Ég hef ekkert á móti Palestínumönnum og ég vil frið á milli beggja þjóða, ástæðan af hverju ég tek því svona nærri mér að Hamas samtökin séu nú við völd er að ég tel að það muni hafa skelfileg áhrif á bæði Ísraelsmenn og Palestínumenn til framtíðar. Friðarferlinu hefur verið frestað um allavega áratug, því miður.
Írak: Ástæðan af hverju ég hef verið stuðningsmaður frelsunar Íraks frá upphafi er sú að ég vil sjá betra líf í þessu landi en var við einræði og fjöldamorð Saddams. Ef maður rannsakar málið þá er ástandið líka ekki jafn slæmt og mainstream-fjölmiðlarnir halda fram í æsifréttamennskunni. Margt er orðið betra í landinu en því miður eitthvað sem fjölmiðlar hafa ekki talið nógu spennandi fréttaefni. Ef við tökum eingöngu mannsföll vegna átaka þá telja mannréttindasamtök í Írak að Saddam Hussein beri ábyrgð á 1,3 milljón dauðsföllum á eigin borgurum sem hafa verið “týndir” í fjölda ára. Ef þú deilir það yfir 23 ár þá eru það rúmlega 50 þúsund á ári. Ef við bætum dauðsföllum vegna viðskiptabanni Sameinuðu Þjóðanna og stríðsátaka þá er þetta svona u.þ.b. íslenska þjóðin á hverju ári.
30.000 er EKKI há tala, sérstaklega þegar fræðimenn spáði því að hundruðir þúsunda myndu falla í skotbardögum í Baghdad eingöngu á innrásartímabilinu (búist var við meiri stuðningi við Saddam en hann fékk á endanum). Besti vinur minn er Íraki á meðan ég þekki ekki einn einasta Bandaríkjamenn. Svo þú skalt sleppa því að bendla þetta við dýrkun á Bandaríkjamönnum, ég er fyrst og fremst með hag Íraka í huga ólíkt flestum Íslendingum sem vilja bara drulla yfir Bandaríkin.