Hryðjuverkaárásir í Ísrael er það versta í stöðunni og hefur verið það alltaf. Fólk fullt hatri sem hefur engan vilja á friði. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna þar sem sauklausir lenda stundum inn á milli tel ég ekki vera sambærilegt. Palestínumenn munu fá sitt sjálfstæða ríki um leið og stjórnvöld þar ná að halda almennilega utan um eigin þegna. Sharon tók þá umdeildu ákvörðun að skila Gaza svæðinu og lagði pólitískan feril sinn undir, þúsundir fjölskylda þurftu að flytja burt frá heimilum sínum. Og fyrir hvað? Svo hryðjuverkamenn gætu eignað sér það, kveikt í öllu því sem var eftir og skotið flugskeytum yfir á Ísrael. Stjórnvöld halda áfram að segjast ætla að taka sig á sem svo verður ekki að raunveruleika.
Að fara gegn eigin stjórnvöldum og fremja hryðjuverk í Ísrael er ekki nauðsynlegt. Það er ekkert nauðsynlegt við það að viljandi sprengja fulla rútu af saklausu fólki. Ísraelsmenn hafa að minnsta kosti raunverulega ástæðu, en þeir ráðast gegn uppreisnarmönnunum og heimaslóðum þeirra þegar árásir eru framkvæmdar í Ísrael. Að þeir velji svæði og fólk af handahófi í hefndaraðgerðum er ekkert annað en orðrómur sem ekki hefur verið sannað, Ísraelskir hermenn hafa verið kærðir og dæmdir fyrir að viljandi drepa saklausa enda er slíkt ekki stefna Ísraels. En jafnvel þó þeir væru að drepa viljandi saklausa. Þá gildir þessi setning þín líka yfir Ísraelsmenn, gera það sem er nauðsynlegt.
Lykilatriðið í að ná friði er að Palestínsk stjórnvöld nái sjálf að mestu að koma í veg fyrir hryðjuverk í Ísrael, þannig að Ísraelsmenn þurfi ekki að sjá um það sjálfir. Að leyfa eigin stjórnvöldum að semja um frið á pólitískan hátt, en ekki öskra Jihad og skjóta flugskeytum eitthvað út í bláinn. Skrýtið að ef t.d. Bandríkjamenn drepa saklausa (hvort sem fólk telur það hafa verið viljandi eða ekki) að þá eru þeir rosalega spilltir enda á það að vera algjörlega bannað að drepa saklausa, en þegar Palestínumenn gera það þá er það bara “nauðsynleg aðgerð”. Kíktu á myndböndin í undirskriftinni minni, þú átt aldrei eftir að lýta á fréttir frá þessu svæði sömu augum.