Milljónir dóu á meðan Saddam setti um 20 milljarða dollara í eigin vasa
Aldrei verið talað um annað en “nokkur hundruð þúsund” og mesta lagi rúmlega 1 milljón. (hmm Hvað æltli margir íraskir hermenn úr fyrra Persaflóastríði séu þar á meðal :S ). Og þau voru á 9. áratugnum og svo eftir uppreisnina eftir fyrra Persaflóastríð sem Bush 1. hvatti til, og heimurinn vissi af. Það er því fullseint að bjarga þessu löngu seinna með því að drepa 100 þús. íraka, enda var þetta aldrei notað sem ástæða.
Tek nú hæfilegt mark á stjórnarskrá þessari.
Hver hefði tekið mark á stjórnarskrárkosningum í Noregi 1942? :D Eins kvað stjórnarskrá Sovétríkjanna líka á um málfrelsi og alls konar, sem auðvitað var ekki.
Og einhver skortur virðist nú vera á þessum blessuðu jákvæðu fréttum.
Bandaríski herinn borgar íröskum dagblöðum fyrir að birta jákvæðar blaðagreinar um herinnBandaríski herinn borgar írökskum dagblöðum á laun fyrir að birta jákvæðar blaðagreinar um aðgerðir Bandaríkjahers í Írak. Dagblaðið Los Angeles Times hefur komist yfir gögn sem staðfesta þetta. Þar kemur fram að greinarnar séu skrifaðar af upplýsingafulltrúum hersins á ensku og síðan sjái milliliður um að þýða þær og koma svo í hendur ýmissa dagblaða í Baghdad. Í dagblöðunum birtast greinarnar síðan líkt og þær séu skrifaðar af hverjum öðrum blaðamanni. Í þeim er jafnan dregin upp jákvæð mynd af aðgerðum bandarískra og írakskra hersveita, en þeim mun dekkri mynd af uppreisnarmönnunum sem þær berjast við. Samningur hersins við fyrirtækið sem sér um að þýða greinarnar og koma þeim á áfangastað er leynilegur og átti ekki að komast í fjölmiðla. Margir hátt settir menn innan stjórnkerfisins í Washington segjast afar vonsviknir með að Bandaríkjamenn stundi slíkar aðgerðir á sama tíma og talað sé um að koma á lýðræði í Írak.