Þótt að einn sé verstur eru allir hinir ekki endilega góðir.
Enginn er fullkominn. Ekki heldur Evrópuþjóðir. Auðvitað fóru Bandaríkjamenn inn í Írak vegna eigin hagsmuna, það er alveg vitað mál að slíkar hernaðaraðgerðir eru ekki gerðar “af því bara”. En nú skiptu þeir sér ekkert að Hitler á sínum tíma fyrr en þeirra hagsmunir tengdust því að stöðva hann, samt sem áður telja ekki margir að slíkt hafi verið rangt af þeim.
Evrópuþjóðir og Sameinuðu Þjóðirnar eru aðallega ábyrg fyrir því að viðskiptabannið hafði ekki þau áhrif sem þau áttu að hafa á Saddam. Ef eitthvað þá var hann sjálfur og stjórn hans að fá meiri peninga en áður, bara á kostnað almennings.
hefði kanski verið betra að bíða eftir að viljin kæmi
Hversu mörg ár í viðbót? 5? 10? 15? Þessi eltingaleikur/sýning var búin að standa í mörg mörg ár. Á kannski að mæla það frekar í dauðsföllum? 100.000 í viðbót? Milljón? 5 milljónir? Núna eru Bandaríkjamenn á fullu að reyna að breyta Sameinuðu Þjóðunum. Sem er frábært enda eru þessi samtök úrelt þó þau hafi kannski verið ágæt fyrir nokkrum áratugum.
Á meðan eru Írösk stjórnvöld að rannsaka þá spillingu sem var í samskiptum Saddams við erlend lönd og Sameinuðu Þjóðirnar. Ég vona að sú rannsókn leiði til þess að Kofi Annan segi af sér og að Sameinuðu Þjóðirnar í núverandi mynd verði lagðar niður. Sagan mun réttlæta þetta stríð eins og svo mörg önnur sem voru umdeild á þeim tíma sem þau voru framkvæmd, ekki aðeins í sögubækum í Bandaríkjunum heldur líka í Írak. Þar sem kennarar hafa strikað yfir jákvæða ævisögu Saddams Hussein og tekið niður andlitsmyndirnar af honum, sem voru alltaf á sínum stað fyrir ofan kennslutöflurnar. Án þess að enda í fjöldagröf.