En munurinn er sá að BNA menn breyttu um afstöðu í stað þess að styðja “Money for UN/Europe” verkefnið áfram. Úps ég meina “Oil for food” verkefnið ;)
En eins og ég sagði þá á þetta bara að vera tilbreyting. Myndin sjálf er engin dómur í raun yfir Kofi Annan. En hún fær mann til þess að hugsa, af hverju var Rumsfeld myndin svona í uppáhaldi hjá fjölmiðlum en ekki þessi hérna? Eða myndin af Saddam og Frakklandsforseta sem ég sendi inn á stjórnmál?
Það er útaf því að þjóðin fær ekki tækifæri til að kynnast öðrum en þessum tveim flokkum, það ætti að afnema þetta fjandans kerfi.
Samt rétt hjá þér að nokkru leyti, þegar Bush var endurkjörinn var kosið í einu fylki (man ekki alveg hvaða) hvort þeir ættu að halda áfram með þetta tveggja flokkar kerfi eða hvort þeir ættu að gera þetta að Evrópskri fyrirmynd.
Það er ekkert ósanngjarnt við það að það kosti mikla peninga að koma skilaboðum á framfæri. Sérstaklega í 300 milljóna manna þjóð. Stóru(auglýsinga) flokkarnir á Íslandi eru held ég ekki að eyða neitt mikið minna ef við miðum við höfðatölu. Þetta er bara eðli samfélagsins. Fjölmiðlar eru ekki beint að bjóða upp á ókeypis auglýsingar í þágu lýðræðis.
Það ætti að búa til eins lög og í Frakklandi í öllum lýðræðislöndum. Í Frakklandi mega stjórnmálaflokkar ekki auglýsa sig þar sem það sýnir augljóslega bara eina hlið málsins og auglýsingar geta látið alla líta út fyrir að vera hinn fullkomni flokkur.
Nei það er ábyrgð kjósenda að rannsaka málið og láta ekki blekkjast.
Einnig þá geta slíkar auglýsingar haft öfug áhrif á suma.
Því miður er ekki hægt að tryggja með neinum hætti að kjósendur hafi unnið heimavinnu sína fyrir kosningar. Að það séu ekki auglýsingar tel ég ekki breyta miklu.
Auglýsingar eru nú oftast til að breyta skoðunum fólk og gera það oft. Líttu á framsóknarflokkinn, hann skítur á sig þegar ekki eru kosningar en þegar eru kosningar auglýsa þeir svo grimmt að þeir fengu meas verðlaun fyrir það, er það lýðræði?
Það er mjög ólýðræðislegt að banna visst tjáningarform eins og t.d. auglýsingar. Sama hver tilgangurinn er. Það er mjög fasistalegt. Kemur manni ekki á óvart enda er sósialisminn að tröllríða Frakklandi, sem heldur áfram að versna að mörgu leiti. Uppreisnin kom manni ekkert á óvart.
Í Frakklandi er það afl sem fólkinu líkar vel við að rísa og dafna, fólk á ekki að kjósa vegna þess að leiðtogi flokksins er í svo vel pressuðum jakkafötum (aka hægri flokkar með yfirburði þar) heldur eiga þeir að skoða hvað flokkarnir boða.
Auglýsingar hafa mjög oft vefslóð að heimasíðu flokksins.
Og hvað er hægt að finna þar?
Jú… stefnur flokksins á svörtu og hvítu. Sem ég hvet alla til þess að lesa fyrir kosningar.
Svo er vafasamt að telja að fjölmiðlar séu eitthvað skárri í að gefa manni heildarmyndina en auglýsingar. Þar sem lykilatriði eru troðin í 30 sek myndbrot í þeim tilgangi að fá mikið áhorf á spennandi frétt. Að mínu mati hefur enginn fjölmiðill hér á landi staðið sig í að fjalla um heildarmyndina fyrir kosningar, virðist sem það fari ekkert að breytast á næstunni.
Þá er t.d. hægt að lesa ótal greinar og skoða vefsíður flokkanna sem eg held að flestir geri áður en þeir kjósa, samt hafa auglýsingar sem birta bara aðra og oftast óraunsæja hlið á málinu alltof mikil áhrif og því á að banna þær.
Það er nú fullkomnun hræsninnar að stjórnmálaflokkur fái verðlaun fyrir auglýsingagerð.
Ég hef allan tíman verið að tala um einn hlut sem hefði ekkert annað en jákvæða þróun fyrir lýðræði, veit ekki hvaðana þú færð öll þessi bönn þín en þau koma amk ekki frá mér.
Saddam var nú orðinn vondur og spilltur áður en hann tók við embættinu.
En ég held að þeir hafi seinast fundað árið 1998. Fjölmiðlar fjölluðu um það sem “alvarlegan fund” sem myndi úrskurða um það hvort áfram væri hægt að semja friðsamlega eða fara í stríð.
Saddam hefur verið í þessu leikriti með Sameinuðu Þjóðunum og öðrum aðilum í mörg ár. Alltaf er talað um mögulegar aðgerðir ef Saddam hlýðir ekki. Sem hann í raun gerði aldrei algjörlega eins og var oft lofað. En áfram vildu Sameinuðu Þjóðirnar taka þátt í leikritinu og “friðsamlegum lausnum” á meðan Íraska þjóðin var að þjást.
Resolution 1441 threatens “serious consequences” if these are not met. It reasserted demands that UN weapons inspectors should have “immediate, unconditional, and unrestricted access” to sites of their choosing, in order to ascertain compliance.
Hræsnin í þessu liði svo að berjast gegn Bandamönnum í frelsun Íraks. Og það að sonur Kofi Annans tengdist spillingunni og að Evrópulönd voru að græða á spillingu í Írak á víst ekki að tengjast afstöðunni neitt, einn stór nautaskítur!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..