McDonalds opna ekki staði í löndum nema þeir telji að það sé markaður fyrir slíkt. Ef Írakar eru ekki opnir fyrir slíkum skyndibitastöðum þá verður mjög líklega ekki opnað þar McDonalds.
En það er ekki eins og við séum að tala um Afríkuríki þar sem fólk býr í strjákofum. Miðausturlönd eru ekki eins ólík okkur og við höldum, mesti munurinn er líklega í formi trúarbragða.
Þó það sé ekki McDonalds þarna þá hafa verið mörg erlend fyrirtæki, meðal annars frá þýskalandi og Frakklandi.
Stór hluti Íraka eru mjög frjálslyndir og nútímalegir. Ef Saddam hefði ekki verið við völd þá væri örugglega löngu búið að opna McDonalds og fleiri Bandarísk fyrirtæki í landinu.
Við erum alltaf föst í vissri steríótýpu, meðal annars að McDonalds eigi ekki að vera sjáanlegt í miðausturlöndum. McDonalds er t.d. í Tælandi, Kúbu, Tyrklandi, Kína, Sádí Arabíu, Suður-Afríku, Indlandi, Lebanon, Pakistan, Ísrael, Argentínu…
Af hverju ekki Írak?