Forsetinn sjálfur hefur enginn áhrif á það sem er að gerast á augnablikinu. Hvað hefði hann getað gert svona strax eftir að heyra fréttirnar til þess að bæta ástandið? Þú verður að athuga að í marga klukkutíma var ekki vitað hvað var í gangi. Hryðjuverk? Slys? Árás? Forsetinn gat ekki gert neitt og ætti ekki að rjúka út eingöngu til þess að lýta betur út.
Það sem forsetinn þarf helst að skipta sér af eru afleiðingarnar eftir á. Forsetinn er ekki einhver hershöfðingi sem skipar fyrir aðgerðir á meðan árásir eru í gangi. Áður en allur stríðsreksturinn fór í gang þá voru allir að hrósa honum fyrir að hafa staðið sig vel eftir árásirnar.
Það þarf að lýta á heildarmyndina og ekki flýta sér í að taka ákvarðanir. T.d. bara sú ákvörðun hvert forsetinn ætti að fara var erfið ákvörðun. Mikilvægt er að vernda öryggi forsetans og ekki rjúka út í það að senda hann eitthvað sem gæti verið svo skotmark, t.d. Hvíta Húsið. Sérstaklega þegar það er ekki vitað neitt hvað sé í gangi.