hún kemur til með að breyta miklu, það er satt, en ekki er ég stuðningsmaður hennar.
mér líkar til dæmis ekki við þá staðreynd að Samfylkingin gæti unnið næstu þingkosningar með hana í brúnni, það líst mér ekki á.
reyndar verður áhugavert ef hún vinnur, það er ekki það. en, mér á ekki eftir að líka það ef hún vinnur á atkvæðum eins og mamma mín kaus. mamma mín kaus samfylkinguna og þessa konu, bara af því að þannig var séns á að koma á nýrri ríkisstjórn. þannig á maður ekki að kjósa. því miður held ég að samfylkingin eigi eftir að fá slatta af þannig atkvæðum árið, hvað, 2007?