Nei, veistu mér sýnist þetta vera M2A3 “Bradley” Infantry Fighting Vehicle, því að útlína Abrams er ekki svona og svo er fallbyssan aðeins of lítil, en hún notar allavega ekki úraníum kúlur, en hún notar 30mm sprengikúlur. Bandaríkjamenn eru bara að svindla með sínum úraníum skotum finnst mér, því ef þeir notuðu venjuleg skot eða HEAT skot hefðu þeir ekki burstað þá svona vel.
En úraníum skot virka þannig að í staðinn fyrir bara venjulegt skot er í staðinn hylki sem skeytið er í en oddurinn stendur út úr því að framan. Úraníum skotið sjálft lítur út eins og lítil ragetta með oddi framan á, en þrátt fyrir það er hún samt nokkurn veginn jafnþung og HEAT skot. þegar skotinu er hleyft af þýtur hylkið út um hlaupið en svo rifnar það í sundur og skutlan heldur áfram, svipað sem gerist þegar skotið er úr haglabyssu.
þegar skutlan er ný komin út á maður að sjá svona tracer á skotinu sem lítur út bara eins og eldhnöttur ef maður stendur fyrir aftan, en hann sloknar samt eftir 1-2 sek. Svo þegar skotið lendir í t.d. T-72 drekunum sem var svona helsti vinnuþjarkur Íraska hersins þá er skeytið svo þungt og munið að það lítur út eins og lítil ragetta og svo oddurinn framan á sem gera það að verkum að það fer bara í gegnum brynvörnina og við áreksturinn þá losnar orka úr læðingi sem veldur sprengingu og þá auðvitað springur allt í tætlur.
Bandaríkjamenn eru þeir einu sem nota svona skot og finnst mér það vera ósanngjarnt fyrir aðrar þjóðir, fyrir utan það að þær valda mengun.
Abrams drekinn var líka miklu tæknilegri en hinir Írösku sem voru af sovéskri gerð. En þó geta nýjustu skriðdrekar þeirra eða rússneskra eins og T-80 og T-90 léttilega rústað Abrams skriðdrekanum en svo eru þjóðir eins og Bretland og Þýskaland sem eiga skriðdreka sem eru svona eigilega jafngóðir og heita þeir Challenger Mk.2 hinn breski og hinn þýski Leopard 2.
Ég varð að fá útrás fyrir þetta, kannski hefði ég bara átt að gera grein um þetta.
Það er ein Bíómynd sem sýnir þetta vel en það er myndin “Courage Under Fire” með Denzel Washington.