Saklausir, iranskir borgarar!!
Mikið hefur verið rætt um væntanlegar árásir Bandaríkjamanna á Írak. Þrátt fyrir mótmæli flestra og ef ekki allra ríkja Sameinuðu Þjóðanna virðast Bandaríkjamenn enn staðráðnir í að ráðast á Írak. Er virkilega svona mikilvægt að ráðast á þetta land?
Írakar eru ólánsöm þjóð. Hún er í ströngu viðskiptabanni og er undir ægivaldi Saddams Husseins. Hvers vegna að binda enda á líf saklausra borgara, jafnvel barna ef að það er aðeins einn maður sem Bush vill sigra? Flestir Evrópubúar og Bandaríkjamenn vilja losna við einræði Saddams enda væri það Írökum fyrir bestu. En það þarf ekki að myrða sakleysingja til þess. Það er ekki jákvætt.
Híbí.