Omega stöðin. Hvað finnst ykkur um hana?
Hæ, öll sömul. Ég hef stundum verið að horfa á Omega stöðina og þá aðallega íslensku karlanna sem að koma þarna fram og halda ræður. Ég er ekki að segja að ég sé sérlega kristin en þarna eru sagðir hlutir sem að mér finnst bera vott um talsvert ofstæki og ég verð að segja að þessir náungar eru oft ótrúlega æstir og ef að þeir eru margir saman þá æsa þeir hvern annan upp þanngað til að það liggur við að þeir æpi hver á annan. Svo er þarna eldgamall karl stundum með pottlok á hausnum og segir að Ísrael sé guðs útvalda þjóð. Hvað finnst ykkur um þetta? Eru þessir menn í lagi. Það að æsa sig svona getur gefið útrás, ég heyrði því kastað fram að margt af þessu liði hafi verið í dópi og alls kyns rugli og sé þess vegna að reyna að fá kikk út út því að vera æstir án þess að fá sér dóp. Það er a.m.k mín reynsla af frelsuðu fólki að það er oft rosalega hátt uppi og sumt hreinlega æst. Er það reynsla fleiri af svoleiðis. Ég vil taka þó skýrt fram að ég er alls ekki á móti fólki sem að finnur frið í hjarta sínu en finnst þessi stöð alveg “útflippuð” kv september.