Jerúsalem höfuðborg Ísraels
Ég veit ekki hvort margir tóku eftir að það er búið að vera rífast aftur um framtíð Jerúsalem eftir að Congress BNA ákvað að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Arafat og arabarnir brjáluðust auðvitað og sett voru “palestínsk lög” (hver tekur mark á þeim ?, ekki þeir sjálfir) um að Jerúsalem yrði höfuðborg Palestínu.
En hverjir hafa réttilega tilkall til Jerúsalem ? Það er óumdeilt að borgin var höfuðstaður Gyðinga í u.þ.b. 1000 ár, eða þar til Rómverjar ráku þá á “1000 ára vergang”. Það er líka óumdeilt að þarna eru helgistaðir bæði Kristinna og Gyðingar, enda skarast þessar trústefnur þarna í upphafi, en miklu seinna “ákveða” múslímar að Jerúsalem sé þeim heilög líka.
Ég var að lesa athygliverða grein í TIME um Abraham og hvernig allar þessar trúar viðurkenna hann sem guðsmann og hvort hann gæti orðið hluti af e.h. konar sættum milli þessara trúarbragða.
Þar kemur fram að Múhameð spámaður virðist hafa tekið það sem honum líkaði úr kristni og gyðingdómi og notað í Islam og þaðan virðist vera kominn krafa múslíma til helgidómsins í Jerúsalem. Þar var ekkert sem tengdist Islam (nema eftirá í hugum þeirra) fyrr en þeir ákváðu að byggja þar mosku c.a. 635 e.K., og reyna að gera staðinn að sýnum. Það væri eins og að við Kristnir gerðum kröfu um að byggja kirkju í Mecca af því að Abraham kom þar í heimsókn.
Borgin er best og rétt geymd í höndum Ísraela sem hafa alltaf virt rétt annara trúarhópa til að stunda sýna trú þar. Þetta hefur ekki átt alltaf við um arabana, t.d. í stríðinu 1948 skipuðu yfirvöld í Jórdaníu svo fyrir að eyðileggja skyldi gyðingahverfi, guðshús og grafreiti. Þeirra eigin trúarstaðir voru heldur ekki mjög heilagir í þeirra augum þegar eina takmarkið var að útrýma gyðingum.