Ok, er kannski ekki kominn tími til að útlendingur segi eitthvað í umræðunni?!?
Ég er pólsk stelpa og hef búið á Íslandi í 11 ár. 11 ár, semsagt löngu áður en allir pólsku verkamennirnir fóru að koma til Vestfjarða. Foreldrar mínir luku bæði háskóla í Póllandi og áttu vinnu þar, en vildu prófa eitthvað nýtt svo þau fluttu hingað. Pabbi minn byrjaði að vinna á pizzastað en er nú kerfisfræðingur í virtu fyrirtæki, og mamma mín er túlkur. Við höfum aldrei orðið vör við neina fordóma í okkar garð, nema kannski núna er þetta aðeins að byrja því það er orðið svo mikið af Pólverjum sem vinnur í fiski og svona skítavinnu. En ef maður segir að maður hafi flutt fyrir löngu og ekki eftir vinnu þá er enginn á móti manni lengur.
Það er aðallega eitt sem fer í taugarnar á mér varðandi útlendingaumræðuna. “Útlendingar búa yfir svo mismunandi menningu! Nýtum það að þeir séu hér og kynnumst menningunni!” Og það versta er, að það eru aðallega stofnanir eins og miðstöð nýbúa sem standa fyrir þessu! Þeir halda samkomur þar sem allir nýbúar eiga að sameinast, dansa og syngja sín þjóðlög, og svo eru íslendingar líka velkomnir til að horfa á og kynnast menningunni! Ég meina það, í Póllandi syng ég ekki bara gömul pólsk lög og borða pólskan mat, ég pæli ekkert sérstaklega í einhverri helvítis menningu! Fólk sem er jákvætt í garð útlendinga, talar oftast um það eins og um dýr í dýragarði. Ég meina, ef þið munduð flytja til Ítalíu mynduð þið þá bara borða harðfisk og syngja “Krummi svaf í klettagjá”?! Nei, auðvitað mynduð þið éta pizzu, hamborgara, drekka kók og hlusta á U2 eða eitthvað! Þetta fólk er í megindráttum eins og við, og þeir tælendingar sem búa hér á landi hafa margir hverjir ekki farið til Tælands í 20 ár!
Og eitt annað: Það finnst ekki öllum Ísland vera besta land í heimi! Ég ætla að flytja héðan bráðlega, margir Pólverjar koma bara í 2,3 ár og mjög margir flóttamenn vilja snúa aftur heim. Hættið að þykjast vera að gera okkur greiða! Þið væruð verr komin án útlendinga. Pólverjar byggðu Kringluna, Pólverjar spila í Simfóníuhljómsveit Íslands, eru skíðaþjálfarar, kerfisfræðingar og halda uppi heilu byggðarlögunum á landinu. En ég skil samt stundum vel að maður vill ekki að útlendingar búi á landinu manns. Er það ekki það sem er barist um í öllum stríðum?<BR