Þú vilt sjálfsagt heyra álit annarra.
Mitt álit er að HHG er mjög greindur maður og rökfastur. Hann hefur skemmtilega taktík í díalógíu og er eflaust mjög skemmtilegur. Ég er hins vegar ekki alltaf sammála honum og mér finnst hann oft of fastur í sagnfræðinni í útskýringum sínum í nútíma pólitík.
Mér er líka ákaflega illa við skoðannakannanir sem ýjað er að því að einstakir menn séu fávitar fyrir það eitt að hafa skoðanir á málefnum. Því þætti mér vænt um að þú notaðir aðra taktík og orðalag í næstu könnun þinni.
Það á að vera algert mottó að bera virðingu fyrir því að menn hafi mismunandi skoðanir.