skæruliðar eru þeir sem stunda skæruhernað, þ.e.a.s. hit-and-run taktík þar sem maður stekkur fram, tekur hút herdeild, eða mannvirki og stingur svo af áður en óvinurinn (sem oftast er þá stærri og betur vopnum búinn) nær að toga sig saman og ráðast á mann til baka. Hermenn eru þeir sem eru í her, augljóslega, til þess að vera hópur vopnaðs fólks kallist her þarf hann, að mig minnir, að vera á vegum viðurkenndrar ríkisstjórnar.
Andspyrnuhreyfing er hópur fólks sem veitir andspyrnu, t.d. gegn því að landið þeirra verði innhlimað í annað land, oftast eftir að her landins er fallinn, eða hefur gefist upp.
Til eru Bandarískir hryðjuverkamenn, talið er að sá sem sendi miltisbrandsbréfin stuttu eftir 11.sept í fyrra hafi verið bandaríkjamaður, einnig var það bandaríkjamaður sem sprengdi alríkisbyggingu þar í landi fyrir nokkrum árum.
Þetta eru náttúrulega skilgreiningaratriði, en þetta á að teljast liggja nokkuð beint við.
Yfirleitt kallar maður það nú ekki hryðjuverk þegar eitt land fer í stríð við annað, nema e.t.v. ef annað eða bæði löndin gera óbreytta borgara gagngert að skotmarki sínu.<br><br>Betur sjá augu en eyru.