Vildi benda á það að undanfarna viku hefur einhver hópur fólks komið saman á Austurvelli á hverjum einasta degi klukkan 12 á hádegi til að mótmæla því að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun skuli vera hafnar.
Því stærri hópur, því mun betra! Hvernig væri að þið látið þetta berast og sem flestir láti sjá sig til að styðja góðan málsstað, þ.e. náttúru Íslands.