Flugleiðir eru að missa ríkisábyrgðina
Smá ábending. Það hafa verið fréttir í fjölmiðlum af því að hagur Flugleiða sé að batna og allt gott um það að segja. Ég vil aðeins benda á að þann 1 september nk munu íslensk stjórnvöld hætta að veita Flugleiðum ríkisábyrgð vegna trygginga á þotum félagins og félagið mun sjálft verða að bera það. Það hafa hækkað í verði hlutabréfin í Flugleiðum og ekki síst vegna þess að þeir hafa verið duglegir að vekja athygli á viðsnúningi í rekstri sem er eingöngu tilkomin vegna hærra gengi ísl krónunar. EN þeir þegja þunnu hljóði um að frá og með 1 september verða þeir án ríkisábyrgðar á iðgjöldum og það hlýtur að éta þennan örlitla “hagnað” upp sem að þeir hafa verið að tala um. Kannist þið við “Enron” í USA eða hvað það hét? Eru Flugleiðir kannski að gera það sama, eru þeir kannski að “tala” upp verð í félaginu? Kv september.