Sumum finnst þetta kannski ómerkilegt atriði en mér þykir þetta samt vera mjög spaugilegt. Sérstaklega vegna þess að þetta er ekki fyrsta skiptið sem þetta gerist. Það sem umræðir eru þessi ummæli Katrínar Júlíusdóttur fyrrverandi formanns Ungra jafnaðarmanna:
"Þessi umræða [um ESB] er þverpólitísk, hún hefur aldrei verið byggð á pólitískum grunni.“
Sem sagt umræðan er þverPÓLITÍSK en hefur samt aldrei verið byggða á PÓLITÍSKUM grunni. Hvernig gengur þetta upp? Hvernig getur eitthvað verið pólitískt en samt ekki pólitískt?
Ég geri annars ráð fyrir að hugmyndin hafi verið hjá Katrínu að segja eftirfarandi:
”Þessi umræða er þverpólitísk, hún hefur aldrei verið byggð á FLOKKSpólitískum grunni.“ :)<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
”Fylkið ykkur jafnan undir merki þeirra er vilja vernda og efla íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu og reynið ávallt að fylgja málstað þeirra sem berjast fyrir því sem er rétt, gott og fagurt.“ -Margrét Jónsdóttir skáldkona (1893-1971), höfundur ljóðsins ”Ísland er land þitt".
Með kveðju,