Skemmtileg - að maður tali nú ekki um gáfuleg - hugmynd: Einhverjum er uppsigað við nasisma og rasisma vegna þess að nasískt Þýskaland réðst á Sovétríkin og hindraði þarmeð útbreiðslu kommúnisma.
Þetta er með því vitlausara sem ég hef séð (og þá tel ég mestallt sem ég hef látið frá mér í flýti, og allt sem peace4all hefur sýnt okkur).
Í fyrsta lagi, þá er út í hött að halda því fram að þetta sé líkleg ástæða fyrir andúð á rasisma. Mun líklegri ástæða er almenn skynsemi.
Í öðru lagi, þá er þetta meira en lítið undarleg söguskoðun. Ef það er einhverjum að kenna/þakka að kommúnisminn komst ekki um alla Evrópu, þá er það Bandaríkjamönnum og Bretum. Ef þeir hefðu ekki tekið þátt í stríðinu, þá er mun líklegra að Sovétmenn hefðu malað nasistana uppá eigin spýtur - og þá náð allri Evrópu. Enn fremur, þá ætti það fyrst og fremst að skrifast á Stalín að kommúnisminn hafi ekki breiðst út um allt.
En það er annars gaman að sjá, að þú leggur nasista, rasista og hægrimenn að jöfnu. Hefði haldið að flest sæmilega skynsamt fólk gæti séð að það stæðist ekki.<br><br>Þorsteinn.