Það er reyndar til félagið zion.is - Vinir Ísraels.
Fáir eru í því félagi.
Eldri borgari og kristinn hvítasunnumaður að nafni Ólafur og minnir mig að sá sé Jóhannsson fer í forsvari fyrir félag það og er hann einn í því ásamt örfáum vinum sínum sem eru frelsaðir einnig eins og það kallast.
Maður þessi hefur dvalið í Ísrael stóran hluta ársins á ári hverju áratugum saman, og hefur þar dvalið lengi svo mjög að kannski má alveg eins kalla hann Ísraelsmann og Íslending þó eigi hafi hann ríkisfang í landi þar. Hann hefur dvalið svo stóran hluta sinnar löngu æfi í Ísrael að hann er sólbrúnn mjög og lítur orðið út eins og dæmigerðasti Ísraeli sem sést hefur. Klæðir hann sig líkar Ísraela en Íslendingi sem sést á smáatriðum í hans fari svo sem því að hann hefur gnægð af risastórum hringjum á fingrum sér en hef ég heyrt að einmitt sé slíkt þar tíska en þekkist varla hér á meðal karlmanna á hans aldri. Ekki bara að hann lítur út eins og gyðingur heldur notar maður þessi óspart gyðinglegar kveðjur og eina kveðjan sem hann þekkir er greinilega “Shalom” sem hann notar eigi sparlega. Eigi myndi ég halda þennan sólbrúna, hringjum skreytta eldri mann innfæddan Íslending sæi ég hann á götu úti. Hann talar fjálglega mjög um Ísrael, vöknar honum nærri um augu, og virðist líta svo á sem hann eigi þar heima. Trúir hann að Jesús hafi sig til Ísraels leitt og sagt sér að dvelja þar langdvölum og stofna á landi hér zionistaklúbb sinn.
Þessi framandlegi Íslenski maður sem lítur út eins og gyðingur skreyttur hringjum samkvæmt Ísraelskri tísku, er annars mikill styrktaraðili skóla fyrir Palestínsk börn sem hann og vinir hans reka. Auk þess að reka skóla fyrir Palestínumenn veita hann og vinir hans, sem eigi virðast mér jafn framandlegir enda ekki dvalið svo stóran hluta lífs síns meðal Ísraela og skreyttir eru þeir eigi hringjum þessum, Palestínumönnum ýmis konar fjárhagslega aðstoð og hafa hjálpað Palestínumanninum mörgum fjárhagslega og á annan hátt á meðan þeir halda uppi öfgakenndum zionista áróðri en þetta tvennt virðist þessum undarlega eldri borgara fara mjög vel saman. Nafn þessa manns hefur víst birts í Jerusalem Post sem mun vera helsti fjölmiðill Ísraela.
Þessi undarlegi eldri borgari sem er í stöðugu sambandi við skóla í Palestínu sem hann og vinir hans halda uppi og styrkir Palestínumenn manna mest með peningum sínum og tíma heldur engu að síður úti einhliða áróðussíðu um zionisma sem ég var að henda gaman að. Eigi virðist eldri borgarinn sjálfum sér samkvæmur þegar að þessu kemur en þykir honum þó sjálfum svo og finnst þetta allt saman Palestínumönnum til gagns gert. Talar hann um Arafat á síðu þeirri svo að ætla mætti að umræðuefnið Hitler væri en sýnir Ísraelsmenn og gjörðir þeirra hins vegar ávallt í besta ljósi sem honum er mögulegt. Eigi eru þetta nú allar fréttirnar því á sinni heimasíðu hvetur hann íslensk ungmenni til að fara til Ísraels og vinna þar á samyrkjubúum, en lýsingarnar á þeim samyrkjubúðum með sínum sundlaugum, börum og skemmtistöðum minna fremur á lúxus hótel en venjuleg bóndabýli og þykir mér spurning vera hvort það hafi virkilega verið upprunalega hugmynd kommúnistanna með samyrkjubúum og ég hef ekki lesið slíkar lýsingar á rússneskum samyrkjubúum.
Þessar ferðir eldri borgarans eiga að vera Íslenskum ungmennum að kostnaðarlausu og þannig komist þau í sumarfrí á vegum zion.is. Eiga ungmennina að styrkja Ísraelsríki með vinnu sinni við ávaxtatínslu og annað en fá þau borgað ferðina og vasapening á framandlegum bóndabýlum þessum. Eigi skil ég hvers vegna þetta brennur svo þessum eldri borgara fyrir brjósti né hvað hann á öllu þessu græðir svo hlýtur það að vera af hugsjón en hvaða hugsjón er mér eigi unnt að skilja, enda maðurinn í senn að reka áróður gegn Palestínu og eyða sínum tíma og fé í menntun Palestínu barna. Hvort það er greiði þeim eða ekki er mér eigi unnt að skilja en framandlegt er það.
Hvernig fer það saman að reka zionista áróður og standa undir menntun Palestínu ungmenna og reka nauðsynlegar menntastofnanir til þess og hvað þessi útlendingslegi, hringjum skreytti, sólbrúni gamli maður er að fara skal ég ekki segja og er það mér eigi skiljanlegt.
Vefsíða Ólafs þessa með hringina alla er
http://zion.is og þætti mér eigi óáhugavert ef þeir sem hana skoða segðu mér hvort hún reitir þá eins til reiði og mig. Þessi vefsíða framandlega eldri borgara þessa sem hefur lent á forsíðu Jerusalem Post ef skjátlast mér ei er svo sannarlega ekki skárri en vefsíða Ísland-Palestína og jafnoki hvað snertir einhliða áróður.
Ég varð hneykslaður þegar ég las þessa síðu og finnst mér að Ísland-Palestína sá óheiðarlegi klúbbur hafi loks fundið þarna vini sína í þessum “Vinum Ísraels” enda sami hlutdrægi áróðurinn á ferð þarna hjá Ólafi.