AFGANISTAN: BRESKIR HERMENN VEIKIR
Fjörutíu breskir hermenn úr flughernum
sem hafa haft aðsetur í Bagram norðan
við Kabúl í Afganistan hafa veikst
hastarlega úr veiki sem læknar segjast
ekki bera kennsl á.

Þeir sem síðast veiktust hafa fengið
alvarlegri einkenni en þeir sem fyrstir
veiktust. Veiku hermennirnir verða
allir fluttir heim til Bretlands
seinna í dag.

Einkenni veikinnar eru uppköst,
niðurgangur og í mörgum tilvikum
niðurbrot á ónæmiskerfi. Enginn veit
hvað valdið hefur veikindunum en hátt í
400 hermenn sem þarna eru hafa verið
settir í sóttkví.


———-

Þetta var á textavarpinu, maður hefur nú mestar áhyggjur
Af því að Al Qaida hafi dreift bólusótt eða einhverjum
fjandanum þarna í Afganistan.