Kondu nú margSÆLL og blessaður! Hehehe;)
Ég skil ekki hvað er að því að óska einhverjum hamingju og hvað allir eru að setja út á þetta “Sæll” hjá manninum. Fólk sem velur að segja “sæl” eða “sæll” gerir það oft ekki afþví það sé “formlegt”, “góð íslenska” eða eitthvað álíka, heldur finnst þeim það bara vinalegra en “hæ” sem ég þekki engan sem veit almennilega hvað þýðir nema þá “svo þú ert þarna já, ég tók eftir því”, en segir lítið um það hvort sú staðreynd eigi að vera neikvæð eða jákvæð og getur eitt og sér ekki tjáð neina vinsemd eða kurteisi. “Sæll” þýðir eitthvað á sama hátt og til dæmis önnur kveðja “Góðan daginn” þýðir eitthvað, en “hæ” eða “halló” getur stundum komist nálægt því að þýða alls ekki neitt…
Getur líka verið að það sé ekki þetta “sæll” sem fer í taugarnar á fólki? Ég og margir aðrir hafa stundum notað þessa kveðju, og það hefur enginn sett út á það. Það er bara sett út á hana þegar Hjötur notar hana. Er það tilviljun, eða? Óþarfi að setja út á málfar fólks bara afþví maður er ekki sammála skoðunum þess, sérstaklega ef þetta er líklega bara kurteislegt, vinsamlegt málfar sem hefur einhverja merkingu sem er aðal ástæðan fyrir að fólk vill halda þessari kveðju, sem mörgum útlendingum finnst einmitt svo heillandi og lifandi, á lífi, og bara afþví að sumum er eðlilegt að tjá sig á vinsamlegan hátt, og á það við um fólk af mjög ólíkum skoðunum.
Sæll og blessaður. Sæl og blessuð. (Megir þú njóta hamingju og blessunar/ láns)
Heill og sæll. Heil og sæl. (Ég óska þess að þú sérst heil/ heill og glaður/glöð)
Kondu nú margblessður og sæll (Megir þú njóta margfaldara, gríðarlegrar, ótrúlegrar blessunar/ láns og hamingju.)
Vertu sæll ( Svona áður en þú ferð taktu með þér ósk mína um hamingju þína.)
HVAÐ nákvæmlega er að þessu málfari má ég spyrja?
Ekki nógu kúl? Hvað er kúl?
Dö….Hæ….Bæ….Uh…Nah….( Eitthvað sem þýðir ekkert sérstakt endilega (getur svo sem gert það í ákveðnu samhengi.)
“Með kveðju” skil ég hins vegar ekki alveg, en það er svo sem bara önnur leið að segja “bless” eða hið merkingarlausara “bæ” sem ég segji nú samt líka, og er ekki MÁLFRELSI hér eða? Er ekki TJÁNINGARFRELSI hérna? Hvað kemur það fólki við hvernig þessi maður tjáir sig, nema þá ef það væri á áhugamálinu “Hvaða skoðanir hefur þú um málfar og tjáningu?” sem er ekki enn til hér svo ég viti. Hann er hérna til að tjá skoðanir sínar, ekki til að fá óumbeðnar ráðleggingar um málfar, og það væri því ágætt að takmarka gagnrýni á hann við þessar skoðanir hans, enda eiga hér að fara fram skoðanaskipti, ekki satt? Ég sé svo bara ekkert athugavert við hvaða málfar maðurinn notar…
Þú meinar eflaust ekkert illt með þessu en þessi endalausu komment alls konar fólks á hvernig maðurinn tjáir sig er farið að fara í taugarnar á mér, enda ætti OF MIKIL kurteisi ekki að vera aðal vandamálið hér, og Peace4All sem allir muna eftir er ekkert einn um að hafa verið með ókurteisi hérna. Þetta er ekkert persónulegt, en mér finnst bara komið nóg af afskiptasemi vegna þess að maðurinn skuli óska öðrum gleði hér í tíma og ótíma, það er jú bara ágætt að óska sem flestum í kringum sig gleði og allt í lagi að láta það í ljós, eða hvað?
Endilega settu út á skoðanir mannsins og rökræddu við hann ef þú villt, til þess er þessi staður, en vertu ekki að rakka niður ágætis kveðju sem hefur glatt ótal manns hér kynslóðum saman, og allt í lagi að halda henni við, vegna þess, að almennt í kurteisisskyni og ég tala nú ekki um á þeim stundum sem maður virkilega, virkilega, virkilega meinar hana, er gott að geta gripið til jafn fallegrar kveðju, og það væri leitt ef hún gufaði alveg upp. Fyrst við erum að halda í þessa íslensku á annað borð, afhverju ekki að halda í það besta? Eða vildum við virkilega halda í einhverja málfræðilega rétta íslensku til að eyjan hérna sé eitthvert safn fyrir fornmál, ef við myndum sleppa öllum þáttum úr málinu sem hafa einhverja merkingu? Viljum við tala sálarlaust fullkomið mál? Nei, ég vildi frekar ófullkomnara mál í þessu landi, meðan ein og ein manneskja segði við og við “Kondu sæll og blessaður”, óþarfi að gera það stanslaust, en svo sem ekkert að því, og ef enginn segði þessi orð nokkurn tíman myndi kveðjan hverfa á örskömmum tíma.
Það þýðir ekkert að segja allt í einu “Come happy and blessed” við einhvern sem þú kannast við úti á götu á Englandi, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Viðkomandi myndi bara líða vandræðalega og halda að þú hefðir gengið í Hare Krishna söfnuðinn eða eitthvað í þá áttina. (Það þýðir ekki bara að hafa orðabók til að bjarga sér annars staðar;) Ha! ha!) Þetta getur hins vegar hver sem er sagt við hvern sem er hér, jafnvel þótt hann/ hún, þekki viðkomandi aðeins lítillega, og þetta finnst mörgum svo einstaklega vinsamlegt við samskipti Íslendinga, að hér talar fólk saman eins og ein fjölskylda og það þykir eðlilegt að óska öðrum stanslaust hamingju. Stundum er líka kúl að vera vinalegur, það er að segja ef þú ert í alvörunni vinaleg manneskja og ert bara að vera þú sjálf eða þú sjálfur.
Vinsamlegast settu því frekar út á skoðanir fólks hér, rökin sem það færir fyrir máli sínu og allt sem á heima í umræðum af þessu tagi.
En vertu ekki að ráðast á hvernig fólk tjáir sig, ef það er ekki með skítkast, hvað þá ef viðkomandi er ekki sekur um mikið fleira á því sviði annað en að nota aldagamlar en alltaf ferskar, fallegar kveðjur. Líklega er tilgangur ritters með þessari kveðju bara sá sami og ótal fólks, einnig ótal, ótal manna með gjörólíkar skoðanir og Hjörtur, sem gjarnan notar þessa kveðju.
Vertu SÆLL ;)
Thule Sól