Við skulum muna að Nazistar eru “National Socialistar” fullu nafni. Þó virðast þeir hafa ýtt Socialista-hlutanum undir stól og fókusað á þjóðernishyggju.
Þannig séð eru allir flokkar sem byggja á því að ein þjóð hafi réttlæta yfirburði yfir aðrar þjóðir National-eitthvað, þeir sem blanda þessar kenningar socialisma eru þá national socialistar eða nazistar. Gott dæmi um Nationalista eru Zíonistar í Ísrael og Félag íslenskra Þjóðernissinna á íslandi.
Þannig að til að svara spurningu þinni þá eru þó nokkrir nazistaflokkar og klúbbar í gangi, þó þeir kenni sig ekki við gamla þýska nasistaflokkinn, og séu mis-öfgafullir. Einnig er það ekkert skilyrði til að kallast “national” að vera sannfærður um yfirburði Þýskalands, eða Aría, heldur dugir að álíta eina þjóð, eða einn kynþátt öðrum æðri. Ef maður segist svo vera socialisti ofan á þá er maður nasisti.
p.s. taka skal fram að höfundur aðhyllist hvorki nationalisma, né socialisma, þar sem báðar stefnur eru rökleysa og hefur það sýnt sig að socialismi virkar ekki nema í hæfilegu blandi við kapítalisma. Þjóðernishyggja, eða mismunun á fólki eftir fæðingarlandi, trúarbrögðum, eða kynþætti, eru auðvitað bara þvættingur.<br><br>Betur sjá augu en eyru.