Jújú þú ættir alveg að geta sannað fyrir sjálfum þér að jörðin sé hnöttur :)
Þú getur t.d. byrjað á að athuga hvernig skip hverfa við sjóndeidarhring og ef þú ferð út á sjó sæirðu hvernig lönd rísa úr hafi, þau byrtast ekki smátt og smátt heldur koma bara skyndilega “uppúr” hafinu, þetta getur ekki gerst ef jörðin er flöt, ..en það sannar samt ekki að jörðin sé kúla, heldur bara það að hún er allavega KÚPT.
Svo geturðu athugað t.d. tímamismun hér og þar í heiminum, ef jörðin væri flöt gæti ekki verið nótt í Ástralíu þegar það er hábjartur dagur á Íslandi, nótt og dagur væri samtímis allstaðar (nema nottla fólk byggi báðum megin á plötunni), og það væri ekkert sem héti að “fljúga gegnum tímabelti” ef jörðin væri flöt, en hmm..þetta sannar ekki heldur að jörðin sé endilega HNÖTTUR, hún gæti allt eins verið hálfkúla!
En daddaraddadamm.. einusinni fyrir langa löngu veitti kall að nafni Aristóteles, svolitlu athygli en hann tók eftir því að við tunglmyrkva væri skugginn sem jörðin varpar á tunglið ALLTAF kúptur, en það er ekki mögulegt fyrir hlut að varpa alltaf, sama frá hvaða staðsetningu ljósi fellur á hann, kúptum skugga nema hluturinn sé sjalfur kúptur frá öllum sjónarhornum, þ.e. kúla, flöt jörð þótt hún væri kringlótt ætti stundum að varpa beinum eða sporöskjulaga skugga, og ef jörðin væri hálfkúla þá ætti skugginn að vera í samræmi við það.
En hérna geturðu svo lesið þetta með tunglmyrkvan, og svo líka það að sólin snýst í kringum jörðina en ekki öfugt ;)
<a href="
http://classics.mit.edu/Aristotle/heavens.2.ii.html">
http://classics.mit.edu/Aristotle/heavens.2.ii.html</a>