Innlent | 19.4.2002 | 15:57
Tugir starfsmanna í Leifsstöð hafa viðurkennt tollalagabrot
Á sjötta tug starfsmanna fyrirtækja í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið yfirheyrður vegna meints tollalagabrots í framhaldi af aðgerðum tollgæslunnar dagana 31. mars til 2. apríl. Eftir er að yfirheyra um 10 manns. Í tilkynningu frá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli kemur fram að rannsóknin sé á lokastigi og stærsti hluti þeirra starfsmanna sem yfirheyrður hafi verið hafi viðurkennt brot. Hafi þessi háttsemi í sumum tilfellum átt sér stað árum saman.
Þetta sýnir hvað þetta er vanþróað kerfi hérna á íslandi,á flestum
flugvöllum er maður beðin um brottfararspjald þegar maður verslar eitthvað í verslunum,nema á börunum!