Ég trúi ekki á guð og myndi aldrei skrifa það með stórum staf :) Ég trúi á vísindin líkt og Immortalist, þ.e.a.s. ég trúi að útskýringin að baki heiminum byggir á sömu lögmálum og hann sjálfur, ekki einhverju yfirnáttúrulegu sem hvergi kemur inn í myndina og fást engar sannanir fyrir. Trú er fyrir mér ekkert annað en "advanced" útgáfa af því sem áður var, s.s. trú á stokka og steina þar sem ekki voru til rökréttar og gagnreyndar sannanir fyrir hinu gagnstæða.
Það sem einkennir manninn og mun ávallt gera er hans þörf til þess að "fylla inn í eyðurnar" í þeim spurningum þar sem ekki fást önnur svör við.